11. maí: Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar
Þann 11. maí næstkomandi efnir BIM Ísland til ráðstefnu í Silfurberg í Hörpu. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að fá erlenda aðila til að fjalla um hvernig hægt er að auka virðissköpun og hagræða í hönnun, framkvæmd og rekstri mannvirkja með áherslu á sjálfbærni, stjórnsýslu og framtíðina. Ráðstefnan er fyrir alla aðila í mannvirkjagerð, hönnuði, verktaka, verkkaupa, rekstraraðila og annarra sérfræðinga og því kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki að ná til iðnaðarins.