Í dag byggja reglur við magntöku á íslenskum markaði oftast á gömlum óskrifuðum hefðum. Þessar hefðir styðja ekki endilega við notkun þrívíðra líkana sem getur skapað vandamál og misskilning á milli hönnuða, verktaka og verkkaupa. Stjórn BIM Ísland hefur áhuga á að mæla með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi. Það er okkar trú að samþætt notkun á flokkunarkerfi og magntökureglum sem styðja við líkön getið stuðlað að hagræði fyrir alla virðiskeðju byggingaframkvæmda.

 

Markmiðið með vinnustofunni er að kynna magntökureglurnar, tækifærin sem í þeim felast fyrir byggingariðnaðinn og fá viðbrögð frá markaðinum um þetta skref.

Vinnustofann fer fram 7 október á Hilton Reykjavik Nordica og stendur frá 9 – 12. Gert verður ráð fyrir góðri kaffipásu og spjalli í raunheimum eftir langan tíma á fjarfundum.

 

Dagksrá:

  • Kynning á magntökureglum Molio , Søren Spile, Epsilon it
  • Samanburður við íslenskar hefðir, Davíð Friðgeirsson, Verkís
  • Dæmi um magntöku í kóðuðum líkönum, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak
  • Umræðuhópar og opið samtal
  • Samantekt

 

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn hér en þátttaka er gjaldfrjáls. Skráningu líkur kl 12, 4. október.

Næsta örráðstefna BIM Íslands verður að þessu sinni um hvernig flugvallarrekstur getur verið hagkvæmari með BIM.

Fyrirlestrar frá

Kenneth Passarge, BIM Lead at Copenhagen Airport:

Design to Operation – Asset Information Requirements & Quality Assurance at Copenhagen Airport

Jean-Manuel Lejeune, Head of Digital transformation and Michael Earley, BIM Manager, Dublin Airport:

Baggage Handling System Asset Delivery from Procurement to Operation at Dublin Airport


Hér er hlekkur á Facebook viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur !

BIM Ísland kynnir örráðstefnu um CCI flokkunarkerfið, fyrri hluta af tveimur. Fjallað verður almennt um kerfið og veitt innsýn í bakgrunn þess og notkunarsvið.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 3. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Søren Spile eigandi Epsilon it og fyrrum R&D Manager hjá Molio mun kynna CCI flokkunarkerfið og fjalla um uppruna þess.

Henrik Balslev CEO – ESEP Expert frá Systems Engineering A/S mun fjalla um hagnýtingu flokkunarkerfa í spennandi verkefnum.

Seinni hlutinn verður kynntur síðar, en þá verður fjallað nánar um hvernig mismunandi aðilar nýta sér flokkunarkerfið í sínum störfum.

Hér er hlekkur á Facebook skráningu

Fyrir þá sem ekki eru á Facebook þá er hlekkur beint á ZOOM viðburðinn hér https://zoom.us/j/99633540070

 

BIM Ísland kynnir örráðstefnuna BIM og rekstur fasteigna

Örráðstefnan verður haldin á fjarfundarformi þann 8. október kl 9:00.

Dagskráin er ekki af verri endanum í þetta skiptið en tveir erlendir gestir ætla að mæta með okkur.

Dagskrá:

9:00 – Stuttur inngangur um BIM Ísland

Esa Halmetoja, Senior Specialist hjá Senaatti í Finnlandi. Senaatti er systurstofnun Framkvæmdasýslu ríkisins í Finnlandi. Esa mun segja frá hvernig Senaatti nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna.

Khoa Dang Ngo, head of digital hjá Campus Service fyrir Tækniháskóla Danmerkur DTU. Khoa mun segja okkur frá hvernig DTU nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna DTU. Campus service DTU fengu nýlega dönsk verðlaun, Digitaliseringsprisen, fyrir innleiðingu stafrænna verkferla.

Við hlökkum til að sjá ykkur á öldum ljósvakans.

Hér er hlekkur á viðburðinn

 

 

Aðalfundur BIM Ísland var haldinn fimmtudaginn 2. júlí í húsakynnum Samtaka iðnaðarins. Fundurinn var ekki haldinn fyrir 1. maí eins og lög félagsins gera ráð fyrir vegna COVID-19. Fundurinn var frekar fámennur enda liðið á sumarið og gott veður úti.

 

Fundurinn var tíðindalítill. Á honum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, ný stjórn kosin ásamt skoðunarmönnum reikninga.

 

Þrír stjórnarmeðlimir létu af störfum og er þeim þakkað gott starf:

Guðni Guðnason, FSR

Jóhannes B. Bjarnason, Isavia

Svava Björk Bragadóttir, Arkís

 

Ný stjórn er búin að halda fyrsta stjórnarfund og skipta með sér verkefnum:

Davíð Friðgeirsson, Verkís, formaður

Hjörtur Sigurðsson, VSB, varaformaður

Hannes Ellert Reynisson, Efla, gjaldkeri

Guðmundur Möller, FSR, meðstjórnandi

Haraldur Arnórsson, IAV, meðstjórnandi

Hjörtur Pálsson, Tark , meðstjórnandi

Ingi Eggert Ásbjarnarson, Isavia, meðstjórnandi

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak, meðstjórnandi

Jóhann Örn Guðmundsson, Optimum, meðstjórnandi

 

Skoðunarmenn reikninga eru:

Gunnar Sverrir Gunnarsson, Mannviti

Svava B. Bragadóttir, Arkís

Kæru aðildarfélagar,

Aðalfundur BIM Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. júlí kl. 14:00 – 15:30 í húsakynnum Samtaka Iðnaðarins, að Borgarúni 35.

 

Dagskrá aðalfundar:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
  2. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Lagabreytingar
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
  6. Önnur mál

 

Búið er að senda út greiðsluseðla fyrir starfsárið 2020 til aðila síðasta árs í heimabanka viðkomandi fyrirtækis, reikningar ættu að berast í þessari viku. Vegna seinkunar aðalfundar hefur lokaskráning aðila fyrir næsta starfsár verið framlengd til 1. júlí, sem þýðir að greiða þarf aðildargjöld fyrir þann dag.

 

f.h. stjórnar BIM Íslands,

Fyrsti BIM dagurinn var haldinn 31. Október s.l. þar sem aðilar úr byggingariðnaðinum komu saman og hlustaðu á fjölbreytt erindi um möguleika BIM og upplýsingatækni á öllum stigum í framkvæmdum.

Marzia Bolpagni, Senior BIM advisor hjá MACE í London fræddi okkur m.a. um upplýsingakröfur í BIM verkefnum, þar sem hún lagði áherslu á mikilvægi þess að skilgreina virði og notkun BIM fyrir hvert verkefni ásamt því að fjalla um hvernig BIM hefur áhrif á lagalegt umhverfi. Að lokum fjallaði hún um nákvæmni- og þróunarstig BIM líkana og hvernig er hægt að staðfesta að þeim hafi verið náð.

Marzia Bolpagni

Marzia Bolpagni

Næstur á svið var Christian Østen, VDC Group manager hjá Aarsleff í Aarhus. Hans fyrirlestur fjallaði um samvinnuverkefni á milli Aarsleff, Arkitema og Cowi, en þessi fyrirtæki hafa rýnt í sína samvinnuferla í samkeppnisverkefnum til að geta nýtt sér upplýsingar í BIM líkönum til að betrumbæta og hagnýta samkeppnisferlið sín á milli.

Christian Østen

Christian Østen

Byggingaflokkunarkerfi voru kynnt af Thomas Holm og hvernig þeim er beitt í verkefnum. Thomas er byggingafræðingur og vinnur sem BIM ráðgjafi hjá Ajoursystems í Danmörku. Hann fór yfir tegundir byggingaflokkunarkerfa og hver ávinningurinn af notkun þeirra er t.d. í gerð kostnaðaráætlana, magntöku og rýni á hönnunargögnum.

Thomas Holm

Thomas Holm

Katrín Jóhannesdóttir vinnur sem Senior advisor hjá Skanska í Noregi og sagði frá stærsta samgönguverkefni í Noregi. Í þessu verkefni fóru öll samskipti fram í skýjalausn og voru engar teikningar gefnar út, aðeins líkön. Hún fór yfir ávinninga og hindranir í innleiðingarferlinu.

Katrín og Hjörtur

Katrín Jóhannesdóttir

Síðasti fyrirlesarinn var Michael Hoffmann Erichsen, framkvæmdastjóri Optimise, en Optimise sérhæfir síg í BIM ráðgjöf til verkkaupa og verktaka sem vilja tryggja að þeir fái sem mest út úr hinu stafræna samstarfi. Hann kom inn á mikilvægi þess að samningar hafi ákvæði um stafræn samskipti (ICT) og að samstarfið sjálft er mikilvægast, tæknin gerir okkur það bara kleift að vinna betur og nánar saman.

Michael Hoffmann Erichsen

Michael Hoffmann Erichsen

Að loknum fyrirlestrum var gestum boðið upp á léttar veitingar og voru fyrirtæki með kynningar á sínum vörum.

Óhætt er að segja að dagurinn heppnaðist vel í alla staði og var uppselt á viðburðinn.

Hlökkum til að sjá alla að ári liðnu.
Stjórn BIM Íslands.

FacebookDeila

Örráðstefna á vegum BIM Ísland verður haldinn 19. september í húsakynnum Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík frá kl. 9:00-11:00.

Að þessu sinni verður þemaið BIM og Verktakar.

Dagskrá:
Innslag frá BIM Ísland
Ístak með erindi um reynslu sína af BIM
ÍAV með erindi um reynslu sína af BIM

Hlökkum til að sjá ykkur!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

Fimmtudaginn, 13. júní verður næsta örráðstefna BIM Ísland. Þemað að þessu sinni er BIM og arkitektar.

BIM Ísland hefur fengið nokkra góða aðila frá arkitektastofum til að koma og segja frá reynslu sinni af BIM verkefnum.

 

Dags. 13. júní 2019

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Stofa: M105

Tími: 15:30-18:00

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

BIM Ísland hefur boðið Peter Bo Olsen, yfirmann tæknimála hjá verktakanum MT Højgaard í Danmörku, til Íslands að kynna nýjan íslenskan staðal sem tók gildi 25. janúar 2019. Staðallinn ÍST EN ISO 19650 fjallar um stjórnun upplýsinga yfir líftíma mannvirkis.

Peter Bo Olsen hefur tekið virkann þátt í þróun þessa staðals. Hann mun kynna stöðu á innleiðingu BIM í MT Højgaard og svo ÍST EN ISO 19650 staðalinn og hvernig hann mun setja mark sitt á mannvirkjageirann í framtíðinni.

Kynningin er opin öllum að kostnaðarlausu.
Kynningin fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M104, 23. maí frá kl. 13-16

Hér er linkur á Facebook skráningu.