Annar aðalfundur BIM Ísland var haldinn þann 29. Apríl 2019.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, þar sem meðal annars var kosið um lagabreytingu á aðildargjöldum, kosið í stjórn félagsins sem og skoðunarmenn næsta árs. Sjá nánar í fundargerð sem kemur á vefinn innan skamms. Að dagskrá lokinni voru áherlslur og dagskrá næsta starfsárs kynntar. Að lokum var Ástríður Elín Ásgeirsdóttir, þróunarstjóri VDC frá Per Aarsleff, með kynningu á innleiðingu VDC í Aarsleff.

 

 

Þann 29. apríl kl. 14:30 verður aðalfundur BIM Ísland haldinn í húsakynnum Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári. 

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

4. Lagabreytingar 

  • Kosið verður um lagabreytingu á 3. grein, sjá texta hér fyrir neðan

5. Ákvörðun félagsgjalds 

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna 

Tveir aðilar í núverandi stjórn gefa ekki kost á sér á næsta ári og leitum við því eftir 2 áhugasömum aðilum í stjórn. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við stjórn á bim@bim.is eða í síma 840-2772 (Inga)

7. Önnur mál  

Nánar auglýst síðar.

8. Kynning frá Ástríði Elínu Ásgeirsdóttur, Þróunarstjóra VDC hjá Per Aarsleff í Danmörku, þar sem farið verður stuttlega yfir BIM/VDC í Aarsleff og svo hvernig BIM/VDC hefur verið notað í tveim verkefnum hjá þeim, BIO4 og Letbanen.

 

LAGABREYTING Á 3. GREIN (Breyting með rauðu letri):

AÐILD  

  1. gr.

Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert. 

Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er fjórskipt: 

Einyrkjaaðild 1 

Aðild minni fyrirtækja, færri en 8 starfsmenn 

Aðild stærri fyrirtækja, 8 eða fleiri starfsmenn 

Aðild menntastofnana 2 

Styrktaraðild 3 

  1. Einyrkjaaðild veitir ekki atkvæðarétt á aðalfundi 
  2. Menntastofnanir greiða ekki árgjald 
  3. Styrktaraðilar eru auk þess sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni. 

 

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Hér er hægt að skrá sig á Aðalfundinn

Hér má nálgast fundargerð og glærur frá Aukaaðalfundinum sem haldin var 19. september í Háskólanum í Reykjavík

Fundargerð

Glærur

Í vor var haldinn aðalfundur fyrir BIM Ísland þar sem lög félagsins voru sett fram. Eins og fram kom á fundinum var lagt til að stjórn félagsins myndi endurskoða árgjöld félagsins með tilliti til smærri fyrirtækja og einyrkja.

Núverandi lög segja:

AÐILD
3. gr.
Starfandi íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta orðið aðilar. Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert.
Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er annars vegar almennt aðildargjald og hins vegar styrktaraðild sem er að lágmarki tvöfalt árgjald. Styrktaraðilar eru sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni.
Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert.

Tillaga að breytingu:

AÐILD
3. gr.
Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert.
Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er fjórskipt:
Einyrkjaaðild*
Aðild minni fyrirtækja, færri en 8 starfsmenn
Aðild stærri fyrirtækja, 8 eða fleiri starfsmenn
Styrktaraðild**

*Einyrkjaaðild veitir ekki atkvæðarétt á aðalfundi
**Styrktaraðilar eru sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni.

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert.

Að þessu sögðu vill stjórn BIM Íslands bjóða þínu fyrirtæki/stofnun á auka aðalfund þann 19. september næstkomandi kl. 15:00-16:00.
Fundurinn verður haldinn í húskynnum Háskólans í Reykjavík, stofa M104, Menntavegi 1, 101 Reykjavík.

Dagskrá auka aðalfundar:

• Fundarstjóri og fundarritari kjörnir

• Lagabreyting

o Farið yfir breytingu á gr. 3
o Endurskoðuð tillaga að árgjaldi

• Kynning á starfi vetrarins

Vinsamlega staðfestið þátttöku á skráningarformi !

Skráning

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Aðalfundur BIM Íslands fór fram 23. maí 2018 í húsakynnum Mannvits í Kópavogi.

Lög félagsins voru samþykkt, aðildargjöld og kosið í stjórn og skoðunarmenn.

180523_Adalfundur

Aðalfundur BIM Íslands

Johann Optimum

Nýkjörin stjórn mun halda sinn fyrsta stjórnarfund í byrjun júní.

Takk fyrir komuna,

kv. stjórnin.