Áhugasamt fólk óskast í stjórn BIM Ísland

Á næsta starfsári losna sæti í stjórn BIM Ísland. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa sérhæft sig í BIM aðferðarfræðinni og notkun upplýsingatækni í mannvirkjagerð. Þátttaka í stjórn BIM Ísland er bæði tækifæri til að læra, miðla þekkingu og hafa áhrif á þróun BIM á Íslandi.

Við leitum að fólki sem hefur áhuga og svigrúm til að taka virkan þátt í störfum stjórnarinnar. Um leið er þetta kjörið tækifæri fyrir samfélagslegaábyrg fyrirtæki til að taka þátt í þróun markaðarins.

Þau sem hafa áhuga er hvött til að senda póst á bim@bim.is með stuttri lýsingu á reynslu. Stjórn BIM Ísland mun í kjölfarið stilla upp tillögu að næstu stjórn.


BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði.