BIM Ísland stefnir á að að styðja við innleiðingu á danska CCS flokkunarkerfinu á Íslandi.

 

Helstu kostir CCS kerfisins er að það uppfyllir ISO12006, ISO81346, er til á ensku og aðgengi að því er gjaldfrjálst. CCS byggir á nýjum grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCS/CoClass (sambærilegt sænskt kerfi). Á vinnustofu um flokkunarkerfi var talsverð áhersla á að horfa til Noregs. Gamla TFM flokkunarkerfið uppfyllir ekki ISO12006, er ekki haldið úti á ensku og Norðmenn eru að undirbúa breytingu á kerfinu sem er ekki tilbúin til notkunar í dag.

 

BIM Ísland hefur nú þegar átt veffund með fulltrúum Molio sem virðast hafa mikinn samstarfsvilja gagnvart þessu skrefi. Stefnt er á annan veffund í desember og vinnustofu í janúar.

 

Á næstu vikum má búast við frétt á heimasíðu BIM Íslands þar sem ákvörðunin verður kynnt.

Hér er hlekkur frá Molio um CCS

Fyrsti BIM dagurinn var haldinn 31. Október s.l. þar sem aðilar úr byggingariðnaðinum komu saman og hlustaðu á fjölbreytt erindi um möguleika BIM og upplýsingatækni á öllum stigum í framkvæmdum.

Marzia Bolpagni, Senior BIM advisor hjá MACE í London fræddi okkur m.a. um upplýsingakröfur í BIM verkefnum, þar sem hún lagði áherslu á mikilvægi þess að skilgreina virði og notkun BIM fyrir hvert verkefni ásamt því að fjalla um hvernig BIM hefur áhrif á lagalegt umhverfi. Að lokum fjallaði hún um nákvæmni- og þróunarstig BIM líkana og hvernig er hægt að staðfesta að þeim hafi verið náð.

Marzia Bolpagni

Marzia Bolpagni

Næstur á svið var Christian Østen, VDC Group manager hjá Aarsleff í Aarhus. Hans fyrirlestur fjallaði um samvinnuverkefni á milli Aarsleff, Arkitema og Cowi, en þessi fyrirtæki hafa rýnt í sína samvinnuferla í samkeppnisverkefnum til að geta nýtt sér upplýsingar í BIM líkönum til að betrumbæta og hagnýta samkeppnisferlið sín á milli.

Christian Østen

Christian Østen

Byggingaflokkunarkerfi voru kynnt af Thomas Holm og hvernig þeim er beitt í verkefnum. Thomas er byggingafræðingur og vinnur sem BIM ráðgjafi hjá Ajoursystems í Danmörku. Hann fór yfir tegundir byggingaflokkunarkerfa og hver ávinningurinn af notkun þeirra er t.d. í gerð kostnaðaráætlana, magntöku og rýni á hönnunargögnum.

Thomas Holm

Thomas Holm

Katrín Jóhannesdóttir vinnur sem Senior advisor hjá Skanska í Noregi og sagði frá stærsta samgönguverkefni í Noregi. Í þessu verkefni fóru öll samskipti fram í skýjalausn og voru engar teikningar gefnar út, aðeins líkön. Hún fór yfir ávinninga og hindranir í innleiðingarferlinu.

Katrín og Hjörtur

Katrín Jóhannesdóttir

Síðasti fyrirlesarinn var Michael Hoffmann Erichsen, framkvæmdastjóri Optimise, en Optimise sérhæfir síg í BIM ráðgjöf til verkkaupa og verktaka sem vilja tryggja að þeir fái sem mest út úr hinu stafræna samstarfi. Hann kom inn á mikilvægi þess að samningar hafi ákvæði um stafræn samskipti (ICT) og að samstarfið sjálft er mikilvægast, tæknin gerir okkur það bara kleift að vinna betur og nánar saman.

Michael Hoffmann Erichsen

Michael Hoffmann Erichsen

Að loknum fyrirlestrum var gestum boðið upp á léttar veitingar og voru fyrirtæki með kynningar á sínum vörum.

Óhætt er að segja að dagurinn heppnaðist vel í alla staði og var uppselt á viðburðinn.

Hlökkum til að sjá alla að ári liðnu.
Stjórn BIM Íslands.

FacebookDeila

Örráðstefna á vegum BIM Ísland verður haldinn 19. september í húsakynnum Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík frá kl. 9:00-11:00.

Að þessu sinni verður þemaið BIM og Verktakar.

Dagskrá:
Innslag frá BIM Ísland
Ístak með erindi um reynslu sína af BIM
ÍAV með erindi um reynslu sína af BIM

Hlökkum til að sjá ykkur!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

Fimmtudaginn, 13. júní verður næsta örráðstefna BIM Ísland. Þemað að þessu sinni er BIM og arkitektar.

BIM Ísland hefur fengið nokkra góða aðila frá arkitektastofum til að koma og segja frá reynslu sinni af BIM verkefnum.

 

Dags. 13. júní 2019

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Stofa: M105

Tími: 15:30-18:00

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

BIM Ísland hefur boðið Peter Bo Olsen, yfirmann tæknimála hjá verktakanum MT Højgaard í Danmörku, til Íslands að kynna nýjan íslenskan staðal sem tók gildi 25. janúar 2019. Staðallinn ÍST EN ISO 19650 fjallar um stjórnun upplýsinga yfir líftíma mannvirkis.

Peter Bo Olsen hefur tekið virkann þátt í þróun þessa staðals. Hann mun kynna stöðu á innleiðingu BIM í MT Højgaard og svo ÍST EN ISO 19650 staðalinn og hvernig hann mun setja mark sitt á mannvirkjageirann í framtíðinni.

Kynningin er opin öllum að kostnaðarlausu.
Kynningin fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M104, 23. maí frá kl. 13-16

Hér er linkur á Facebook skráningu.

MAINMANAGER RÁÐSTEFNA UM FASTEIGNASTJÓRNUN
24. MAÍ. KL. 13:00 – 16:00
“Í SKÝINU”

MainManager er að vinna að spennandi nýjungum í þeirra vöru þar sem þeir nýta sér alla mögulega grafík sem hjálpartæki í fasteignastjórnuninni á afar snyrtilegan hátt þ.e. GIS, BIM og 2D teikningar. Þetta verður ný útgáfa og nýtt viðmót með áherslu á einfalt notendaviðmót.
Margt hefur gerst síðan þeir héldu sína síðustu kynningu þegar útgáfa 11 kom út . MainManager fór í útrás og hefur haslað sér völl á Norðurlöndunum, Englandi og víðar. Þeir hafa lært heilmikið og unnið með og fyrir nokkra af stærstu fasteingaeigendum á þessum mörkuðum. Gífurleg reynsla hefur safnast upp sem þeir vilja gefa ykkur innsýn í.

Frítt er inn á viðburðinn.

Ráðstefnan er  í höfuðstöðvum MainManager, Urðarhvarfi 6
Boðið verður upp á léttar veitingar

Vinsamlega skrá sig með því að senda tölvupóst á info@mainmanager.is

Annar aðalfundur BIM Ísland var haldinn þann 29. Apríl 2019.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, þar sem meðal annars var kosið um lagabreytingu á aðildargjöldum, kosið í stjórn félagsins sem og skoðunarmenn næsta árs. Sjá nánar í fundargerð sem kemur á vefinn innan skamms. Að dagskrá lokinni voru áherlslur og dagskrá næsta starfsárs kynntar. Að lokum var Ástríður Elín Ásgeirsdóttir, þróunarstjóri VDC frá Per Aarsleff, með kynningu á innleiðingu VDC í Aarsleff.

 

 

Aðildarfélögum BIM Íslands er boðið að senda einn eða fleiri fulltrúa á vinnustofu um flokkunarkerfi. Hluti af stjórn BIM Ísland hefur farið í gegnum forgreiningu sem verður kynnt á fundinum. Mikilvægt er að ná fram reynslu og sjónarhorni sem flestra. Markmiðið er að eftir fundinn liggi fyrir skýrari línur um hvaða flokkunarkerfi BIM Ísland mun mæla með í íslenskum verkefnum.

7. maí 2019

kl 09.00-11.00

Staðsetning: Salur Verkfræðingafélags íslands, Engjateig 9

Dagskrá:

  • Flokkunarkerfi sem tekin eru fyrir í greiningunni, helstu kosti/galla
  • Greining verkfærahóps á flokkunarkerfum
  • Umræður:
    • Til hvers þarf flokkunarkerfi
    • Hvað hefur verið notað og hver er reynslan
    • Hvað þarf til innleiðingu
  • Rýni á niðurstöðum verkfærahóps
  • Samantekt vinnustofu og næstu skref

Skráning hér að neðan

Þann 29. apríl kl. 14:30 verður aðalfundur BIM Ísland haldinn í húsakynnum Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári. 

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

4. Lagabreytingar 

  • Kosið verður um lagabreytingu á 3. grein, sjá texta hér fyrir neðan

5. Ákvörðun félagsgjalds 

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna 

Tveir aðilar í núverandi stjórn gefa ekki kost á sér á næsta ári og leitum við því eftir 2 áhugasömum aðilum í stjórn. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við stjórn á bim@bim.is eða í síma 840-2772 (Inga)

7. Önnur mál  

Nánar auglýst síðar.

8. Kynning frá Ástríði Elínu Ásgeirsdóttur, Þróunarstjóra VDC hjá Per Aarsleff í Danmörku, þar sem farið verður stuttlega yfir BIM/VDC í Aarsleff og svo hvernig BIM/VDC hefur verið notað í tveim verkefnum hjá þeim, BIO4 og Letbanen.

 

LAGABREYTING Á 3. GREIN (Breyting með rauðu letri):

AÐILD  

  1. gr.

Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert. 

Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er fjórskipt: 

Einyrkjaaðild 1 

Aðild minni fyrirtækja, færri en 8 starfsmenn 

Aðild stærri fyrirtækja, 8 eða fleiri starfsmenn 

Aðild menntastofnana 2 

Styrktaraðild 3 

  1. Einyrkjaaðild veitir ekki atkvæðarétt á aðalfundi 
  2. Menntastofnanir greiða ekki árgjald 
  3. Styrktaraðilar eru auk þess sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni. 

 

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Hér er hægt að skrá sig á Aðalfundinn

UM 30 áhugasamir voru mætt á aðra örráðstefnu BIM Ísland sem haldin var 14. mars í Háskólanum í Reykjavík. Þemað að þessu sinni var BIM OG RÁÐGJAFAR. Aðilar frá Lotu, Eflu og VSÓ lýstu reynslu sinni hvernig BIM hefur hjálpað við ákveðin verkefni sem þeir hafa unnið að.

Í upphafi kynntu aðilar frá BIM Ísland starfið á árinu 2018 og hvað stefnt er að því að gera á árinu 2019.

Neðst í greininni má sjá upptöku og af kynningu BIM Íslands, þar sem Hjörtur, Inga og Davíð fara yfir starfið 2018 og hvað koma skal 2019. Einnig er hægt að skoða glærur frá þeirri kynningu hérna.

Svona leit dagsráin út fyrir daginn:

 

16.30-16.40 Velkomin

Kynnir – Hjörtur Sigurðsson

16.40

Kynning á BIM Ísland – Ingibjörg Birna Kjartansdóttir

16.50

Hannes Ellert, Efla & Helgi Mar, Arkþing

Hús Landsbanka, Austurbakka

17.20

Steinar Ríkharðsson, VSÓ Ráðgjöf

Notkun BIM í hönnun lagnakerfa, Meðferðarkjarninn

17.40

Rúnar Ingi Guðjónsson, Lota

Notkun BIM í hönnun rafkerfa, Meðferðarkjarninn

 

Hér er svo upptaka af kynningu á starfi BIM Ísland