Næsta örráðstefna BIM Íslands verður að þessu sinni um hvernig flugvallarrekstur getur verið hagkvæmari með BIM.

Fyrirlestrar frá

Kenneth Passarge, BIM Lead at Copenhagen Airport:

Design to Operation – Asset Information Requirements & Quality Assurance at Copenhagen Airport

Jean-Manuel Lejeune, Head of Digital transformation and Michael Earley, BIM Manager, Dublin Airport:

Baggage Handling System Asset Delivery from Procurement to Operation at Dublin Airport


Hér er hlekkur á Facebook viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur !

Nú er komið að seinni örráðstefnu BIM Ísland um CCI flokkunarkerfið. Nú munum við sjá dæmi um það hvernig kerfið hefur verið nýtt í ýmsum verkefnum.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Simon Fredenslund, IKT-Koordinator hjá Aarhus Universitet segir okkur frá því hvernig CCS er notað í fasteignaumsjónkerfi þar sem haldið er utan um ýmis tæknikerfi.

Troels Hoff, Senior Specialist Manager – Head of BIM hjá Rambøll í Danmörku mun fjalla um hvernig Rambøll nýta sér flokkunarkerfi og verkfæri fyrir flokkun.

Kristian Mouridsen – VDC-Coordinator & ICT-Leader, NCC i Danmark fjallar um hvernig flokkunarkerfi eru nýtt í verkefnum NCC.

Hlekkur á skráningu

Hlekkur á ZOOM fund

BIM Ísland kynnir örráðstefnu um CCI flokkunarkerfið, fyrri hluta af tveimur. Fjallað verður almennt um kerfið og veitt innsýn í bakgrunn þess og notkunarsvið.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 3. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Søren Spile eigandi Epsilon it og fyrrum R&D Manager hjá Molio mun kynna CCI flokkunarkerfið og fjalla um uppruna þess.

Henrik Balslev CEO – ESEP Expert frá Systems Engineering A/S mun fjalla um hagnýtingu flokkunarkerfa í spennandi verkefnum.

Seinni hlutinn verður kynntur síðar, en þá verður fjallað nánar um hvernig mismunandi aðilar nýta sér flokkunarkerfið í sínum störfum.

Hér er hlekkur á Facebook skráningu

Fyrir þá sem ekki eru á Facebook þá er hlekkur beint á ZOOM viðburðinn hér https://zoom.us/j/99633540070

 

BIM Ísland kynnir örráðstefnuna BIM og rekstur fasteigna

Örráðstefnan verður haldin á fjarfundarformi þann 8. október kl 9:00.

Dagskráin er ekki af verri endanum í þetta skiptið en tveir erlendir gestir ætla að mæta með okkur.

Dagskrá:

9:00 – Stuttur inngangur um BIM Ísland

Esa Halmetoja, Senior Specialist hjá Senaatti í Finnlandi. Senaatti er systurstofnun Framkvæmdasýslu ríkisins í Finnlandi. Esa mun segja frá hvernig Senaatti nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna.

Khoa Dang Ngo, head of digital hjá Campus Service fyrir Tækniháskóla Danmerkur DTU. Khoa mun segja okkur frá hvernig DTU nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna DTU. Campus service DTU fengu nýlega dönsk verðlaun, Digitaliseringsprisen, fyrir innleiðingu stafrænna verkferla.

Við hlökkum til að sjá ykkur á öldum ljósvakans.

Hér er hlekkur á viðburðinn

 

 

Aðalfundur BIM Ísland var haldinn fimmtudaginn 2. júlí í húsakynnum Samtaka iðnaðarins. Fundurinn var ekki haldinn fyrir 1. maí eins og lög félagsins gera ráð fyrir vegna COVID-19. Fundurinn var frekar fámennur enda liðið á sumarið og gott veður úti.

 

Fundurinn var tíðindalítill. Á honum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, ný stjórn kosin ásamt skoðunarmönnum reikninga.

 

Þrír stjórnarmeðlimir létu af störfum og er þeim þakkað gott starf:

Guðni Guðnason, FSR

Jóhannes B. Bjarnason, Isavia

Svava Björk Bragadóttir, Arkís

 

Ný stjórn er búin að halda fyrsta stjórnarfund og skipta með sér verkefnum:

Davíð Friðgeirsson, Verkís, formaður

Hjörtur Sigurðsson, VSB, varaformaður

Hannes Ellert Reynisson, Efla, gjaldkeri

Guðmundur Möller, FSR, meðstjórnandi

Haraldur Arnórsson, IAV, meðstjórnandi

Hjörtur Pálsson, Tark , meðstjórnandi

Ingi Eggert Ásbjarnarson, Isavia, meðstjórnandi

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak, meðstjórnandi

Jóhann Örn Guðmundsson, Optimum, meðstjórnandi

 

Skoðunarmenn reikninga eru:

Gunnar Sverrir Gunnarsson, Mannviti

Svava B. Bragadóttir, Arkís

Kæru aðildarfélagar,

Aðalfundur BIM Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. júlí kl. 14:00 – 15:30 í húsakynnum Samtaka Iðnaðarins, að Borgarúni 35.

 

Dagskrá aðalfundar:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
  2. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Lagabreytingar
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
  6. Önnur mál

 

Búið er að senda út greiðsluseðla fyrir starfsárið 2020 til aðila síðasta árs í heimabanka viðkomandi fyrirtækis, reikningar ættu að berast í þessari viku. Vegna seinkunar aðalfundar hefur lokaskráning aðila fyrir næsta starfsár verið framlengd til 1. júlí, sem þýðir að greiða þarf aðildargjöld fyrir þann dag.

 

f.h. stjórnar BIM Íslands,

Í síðasta mánuði fóru nokkrir úr hóp BIM Íslands til Danmerkur á vinnustofu hjá Molio tengt CCS/CCI flokkunnarkerfi. Tilgangur heimsóknarinnar var að afla þekkingar beint frá þeim aðilum sem hafa staðið að þróun CCS/CCI og fá reynslusögur og kynningar frá aðilum sem hafa notað kerfið.

Vinnustofan stóð yfir í tvo daga, á fyrri deginum var farið yfir sögu Molio og þeirra vinnu við þróun og innleiðingu á flokkunnarkerfum. Einnig fengum við að heyra frá þróunarstjóra Projectspine, Nicolai Karved, segja frá þeirra innleiðingu á CCS/CCI við gerð nýs háskólasjúkrahúss í Odense.

Þeir Gunnar Friborg og Søren Spile hjá Molio fóru yfir þá sögu um allar þær tilraunir við gerð og innleiðingu flokkunarkerfa í Danmörku sem þeir hafa verið þátttakendur að í áratugi. Þeir telja þetta hafa verið mikilvægt lærdómsferli fyrir gerð CCS/CCI. Ein af kröfunum áður en vinna við CCS/CCI fór af stað var að flokkunarkerfið ætti ekki að vera danskt, það ætti að byggja á stöðlum og þar sem þeir staðlar væru ekki til ætti að búa þá til eða uppfæra. Í kjölfarið hafa ýmsir staðlar verið uppfærðir á grunni þessarar vinnu og kerfið er alfarið byggt á ISO stöðlum. Í dag hafa nokkur lönd ákveðið að taka upp kerfið, önnur eru að skoða það, einnig er BIM nefnd hjá Evrópusambandinu að skoða það að mæla með kerfinu innan Evrópusambandsins.

Ný útgáfa af kerfinu verður gefin út í byrjun árs 2020 og mun sú útgafa heita CCI. CCI byggir á sama grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCI sem byggir á CCS frá Danmörku og CoClass sambærilegu sænsku kerfi. Sú útgafa inniheldur þá 10 kóða sem óskað hefur verið eftir að bæta eftir innleiðinguna í Danmörku, kóða fyrir innviðaverkefni sem Svíar hafa þróað og aðlögun við nýjasta ISO 81346.

Á seinni deginum fékk BIM Ísland að heyra kynningar frá Systems Engineering, Ramboll, Årstiderne Arkitekter og MainManager þar sem þau deildu sinni reynslu af því að nota flokkunnarkerfin sem grunn til að tengja upplýsingar saman bæði í innri og ytri ferlum og í fjölda verkefna þeirra fyrirtækja.

Henrik Balslev frá Systems Engineering talaði um árangur þeirra við að beita meginreglum CCS í ólíkum atvinnugreinum, eins og hjá flugvéla framleiðslu Airbus, luxus skipaframleiðslu fyrir milljarðamæringa, spennivirki í Norðursjó og vatnsaflsvirkjanir í Noregi.

Troels Hoff frá Ramboll og Mads Carlsen frá Årstiderne Arkitekter fóru svo yfir þeirra reynslu á að nota CCS innan þeirra fyrirtækis og verkefna. Þeir tóku fyrir sem dæmi flokka sín líkön og tengja CCS flokkunina við þá hluti sem tengjast svo tilboðskrám og verklýsingum.

Að lokum kom Guðmundur Ludvigsson frá MainManager til að miðlað sinni reynslu af notkun CCS sem grunn til að byggja rekstrarstjórnun fyrir fjölda stórra danskra rekstraraðila.

Eftir þá fræðslu sem við í BIM Ísland fengum á vinnustofunni, erum við enn sannfærðari um að styðja við innleiðingu CCI á Íslandi. BIM Ísland stefnir á að halda örráðstefnu í vor þar sem við fáum kynningar um CCI frá fyrstu hendi. BIM Ísland mun einnig halda áfram að vera í samstarfi við Moilo og vísa á þeirra efni sem tengjast CCI.

Hvetjum við alla til að fylgjast vel með og taka þátt í innleiðingu CCI á Íslandi.

BIM Ísland stefnir á að að styðja við innleiðingu á danska CCS flokkunarkerfinu á Íslandi.

 

Helstu kostir CCS kerfisins er að það uppfyllir ISO12006, ISO81346, er til á ensku og aðgengi að því er gjaldfrjálst. CCS byggir á nýjum grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCS/CoClass (sambærilegt sænskt kerfi). Á vinnustofu um flokkunarkerfi var talsverð áhersla á að horfa til Noregs. Gamla TFM flokkunarkerfið uppfyllir ekki ISO12006, er ekki haldið úti á ensku og Norðmenn eru að undirbúa breytingu á kerfinu sem er ekki tilbúin til notkunar í dag.

 

BIM Ísland hefur nú þegar átt veffund með fulltrúum Molio sem virðast hafa mikinn samstarfsvilja gagnvart þessu skrefi. Stefnt er á annan veffund í desember og vinnustofu í janúar.

 

Á næstu vikum má búast við frétt á heimasíðu BIM Íslands þar sem ákvörðunin verður kynnt.

Hér er hlekkur frá Molio um CCS

Fyrsti BIM dagurinn var haldinn 31. Október s.l. þar sem aðilar úr byggingariðnaðinum komu saman og hlustaðu á fjölbreytt erindi um möguleika BIM og upplýsingatækni á öllum stigum í framkvæmdum.

Marzia Bolpagni, Senior BIM advisor hjá MACE í London fræddi okkur m.a. um upplýsingakröfur í BIM verkefnum, þar sem hún lagði áherslu á mikilvægi þess að skilgreina virði og notkun BIM fyrir hvert verkefni ásamt því að fjalla um hvernig BIM hefur áhrif á lagalegt umhverfi. Að lokum fjallaði hún um nákvæmni- og þróunarstig BIM líkana og hvernig er hægt að staðfesta að þeim hafi verið náð.

Marzia Bolpagni

Marzia Bolpagni

Næstur á svið var Christian Østen, VDC Group manager hjá Aarsleff í Aarhus. Hans fyrirlestur fjallaði um samvinnuverkefni á milli Aarsleff, Arkitema og Cowi, en þessi fyrirtæki hafa rýnt í sína samvinnuferla í samkeppnisverkefnum til að geta nýtt sér upplýsingar í BIM líkönum til að betrumbæta og hagnýta samkeppnisferlið sín á milli.

Christian Østen

Christian Østen

Byggingaflokkunarkerfi voru kynnt af Thomas Holm og hvernig þeim er beitt í verkefnum. Thomas er byggingafræðingur og vinnur sem BIM ráðgjafi hjá Ajoursystems í Danmörku. Hann fór yfir tegundir byggingaflokkunarkerfa og hver ávinningurinn af notkun þeirra er t.d. í gerð kostnaðaráætlana, magntöku og rýni á hönnunargögnum.

Thomas Holm

Thomas Holm

Katrín Jóhannesdóttir vinnur sem Senior advisor hjá Skanska í Noregi og sagði frá stærsta samgönguverkefni í Noregi. Í þessu verkefni fóru öll samskipti fram í skýjalausn og voru engar teikningar gefnar út, aðeins líkön. Hún fór yfir ávinninga og hindranir í innleiðingarferlinu.

Katrín og Hjörtur

Katrín Jóhannesdóttir

Síðasti fyrirlesarinn var Michael Hoffmann Erichsen, framkvæmdastjóri Optimise, en Optimise sérhæfir síg í BIM ráðgjöf til verkkaupa og verktaka sem vilja tryggja að þeir fái sem mest út úr hinu stafræna samstarfi. Hann kom inn á mikilvægi þess að samningar hafi ákvæði um stafræn samskipti (ICT) og að samstarfið sjálft er mikilvægast, tæknin gerir okkur það bara kleift að vinna betur og nánar saman.

Michael Hoffmann Erichsen

Michael Hoffmann Erichsen

Að loknum fyrirlestrum var gestum boðið upp á léttar veitingar og voru fyrirtæki með kynningar á sínum vörum.

Óhætt er að segja að dagurinn heppnaðist vel í alla staði og var uppselt á viðburðinn.

Hlökkum til að sjá alla að ári liðnu.
Stjórn BIM Íslands.

FacebookDeila

Örráðstefna á vegum BIM Ísland verður haldinn 19. september í húsakynnum Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík frá kl. 9:00-11:00.

Að þessu sinni verður þemaið BIM og Verktakar.

Dagskrá:
Innslag frá BIM Ísland
Ístak með erindi um reynslu sína af BIM
ÍAV með erindi um reynslu sína af BIM

Hlökkum til að sjá ykkur!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands