Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning.

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning.

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmda- stýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning. BIM Ísland hefur undirritað formlegan samstarfssamning við Vistbyggðar- ráð til tveggja ára. Markmiðið er að vinna sameiginlega að því að kynna hagnýtar leiðir og aðferðir við undirbúning og framkvæmdir við mannvirkjagerð á Íslandi.

Samstarf VBR og BIM Ísland mun hverfast um annars vegar einstaka viðburði, en hins vegar um virka samvinnu varðandi kynningu og innleiðingu á aðferðarfræðinni, sem er til þess fallin að auka gæði og efla samvinnu og upplýsingagjöf þeirra aðila sem vinna að hönnun og framkvæmdum með sjálfbærni markmið að leiðarljósi. Þá mun hvor aðili um sig efla almenna kynningu og upplýsingagjöf til félagsmanna um starfsemi félaganna. Á tímabilinu munu BIM Ísland og VBR standa saman að a.m.k. einum opnum fundið eða málþingi um aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Einnig er stefnt að því að eiga samstarf um fræðslufundi og/eða námskeið um notkun upplýsingatækni í hönnun og framkvæmdum með áherslu á samstarf og þverfaglega nálgun í vistvænni hönnun. En í verkefnum þar sem unnið er með vistvæna vottun mannvirkja, er  mikil áhersla lögð á gagnsæi og gott upplýsingaflæði á milli allra þeirra aðila sem koma að verkinu frá upphafi. Notkun nútímalegra upplýsingalíkana eins og BIM tryggir að allar upplýsingar séu aðgengilegar og á einum stað,  sem eykur samverkunarhæfni, gæði og gott samræmi í öllu hönnunar og framkvæmdaferlinu.

Framkvæmdir við Fangelsið á Hólmsheiði eru í fullum gangi og er aðferðafræði BIM notuð við framkvæmdina. Lokið er við uppsteypu sökkla og er verið að vinna í uppsettningu forsteyptra eininga og samsteypu þeirra.

Verktaki nýtir sér BIM líkanið til þess að tengja við verkáætlun. Verktaki hefur líka sýnt spjaldtölvuvæðingunni aukin áhuga og hefur í hyggju að prófa spjaldtölvu lausn sem sameinar bæði hefbundnar teikningar og þrívídd líkön. BIM Ísland mun gera þessari spjaldtölvu tækni betri skil þegar reynsla er komin á þá tækni.

Nýverið var fjallað um framkvæmdina í fréttum hjá RÚV.

BIM fyrir verktaka

FSR hefur sett upp BIMlab í fangelsinu þar sem verktaki hefur aðgang að líkaninu. FSR hefur einnig leitað að réttum tækjum og tólum til þess að sýna verktaka hvernig hann getur nýtt sér þá endalausu möguleika af BIM. Skoðaðar hafa verið spjaldtölvulausnir. Ekki er mikið um launsir sem henta IFC líkönum en þá má finna að minnsta kost tvær lausnir sem FSR hefur kíkt á.

 

Vefurinn BIM Ísland opnar aftur eftir upplyftingu. Strákarnir í OPEX hafa aðstoðað okkur við gerð þessarar síðu og eiga þeir þakkir skilið.

opex-logo