Í síðasta mánuði fóru nokkrir úr hóp BIM Íslands til Danmerkur á vinnustofu hjá Molio tengt CCS/CCI flokkunnarkerfi. Tilgangur heimsóknarinnar var að afla þekkingar beint frá þeim aðilum sem hafa staðið að þróun CCS/CCI og fá reynslusögur og kynningar frá aðilum sem hafa notað kerfið.

Vinnustofan stóð yfir í tvo daga, á fyrri deginum var farið yfir sögu Molio og þeirra vinnu við þróun og innleiðingu á flokkunnarkerfum. Einnig fengum við að heyra frá þróunarstjóra Projectspine, Nicolai Karved, segja frá þeirra innleiðingu á CCS/CCI við gerð nýs háskólasjúkrahúss í Odense.

Þeir Gunnar Friborg og Søren Spile hjá Molio fóru yfir þá sögu um allar þær tilraunir við gerð og innleiðingu flokkunarkerfa í Danmörku sem þeir hafa verið þátttakendur að í áratugi. Þeir telja þetta hafa verið mikilvægt lærdómsferli fyrir gerð CCS/CCI. Ein af kröfunum áður en vinna við CCS/CCI fór af stað var að flokkunarkerfið ætti ekki að vera danskt, það ætti að byggja á stöðlum og þar sem þeir staðlar væru ekki til ætti að búa þá til eða uppfæra. Í kjölfarið hafa ýmsir staðlar verið uppfærðir á grunni þessarar vinnu og kerfið er alfarið byggt á ISO stöðlum. Í dag hafa nokkur lönd ákveðið að taka upp kerfið, önnur eru að skoða það, einnig er BIM nefnd hjá Evrópusambandinu að skoða það að mæla með kerfinu innan Evrópusambandsins.

Ný útgáfa af kerfinu verður gefin út í byrjun árs 2020 og mun sú útgafa heita CCI. CCI byggir á sama grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCI sem byggir á CCS frá Danmörku og CoClass sambærilegu sænsku kerfi. Sú útgafa inniheldur þá 10 kóða sem óskað hefur verið eftir að bæta eftir innleiðinguna í Danmörku, kóða fyrir innviðaverkefni sem Svíar hafa þróað og aðlögun við nýjasta ISO 81346.

Á seinni deginum fékk BIM Ísland að heyra kynningar frá Systems Engineering, Ramboll, Årstiderne Arkitekter og MainManager þar sem þau deildu sinni reynslu af því að nota flokkunnarkerfin sem grunn til að tengja upplýsingar saman bæði í innri og ytri ferlum og í fjölda verkefna þeirra fyrirtækja.

Henrik Balslev frá Systems Engineering talaði um árangur þeirra við að beita meginreglum CCS í ólíkum atvinnugreinum, eins og hjá flugvéla framleiðslu Airbus, luxus skipaframleiðslu fyrir milljarðamæringa, spennivirki í Norðursjó og vatnsaflsvirkjanir í Noregi.

Troels Hoff frá Ramboll og Mads Carlsen frá Årstiderne Arkitekter fóru svo yfir þeirra reynslu á að nota CCS innan þeirra fyrirtækis og verkefna. Þeir tóku fyrir sem dæmi flokka sín líkön og tengja CCS flokkunina við þá hluti sem tengjast svo tilboðskrám og verklýsingum.

Að lokum kom Guðmundur Ludvigsson frá MainManager til að miðlað sinni reynslu af notkun CCS sem grunn til að byggja rekstrarstjórnun fyrir fjölda stórra danskra rekstraraðila.

Eftir þá fræðslu sem við í BIM Ísland fengum á vinnustofunni, erum við enn sannfærðari um að styðja við innleiðingu CCI á Íslandi. BIM Ísland stefnir á að halda örráðstefnu í vor þar sem við fáum kynningar um CCI frá fyrstu hendi. BIM Ísland mun einnig halda áfram að vera í samstarfi við Moilo og vísa á þeirra efni sem tengjast CCI.

Hvetjum við alla til að fylgjast vel með og taka þátt í innleiðingu CCI á Íslandi.

BIM Ísland stefnir á að að styðja við innleiðingu á danska CCS flokkunarkerfinu á Íslandi.

 

Helstu kostir CCS kerfisins er að það uppfyllir ISO12006, ISO81346, er til á ensku og aðgengi að því er gjaldfrjálst. CCS byggir á nýjum grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCS/CoClass (sambærilegt sænskt kerfi). Á vinnustofu um flokkunarkerfi var talsverð áhersla á að horfa til Noregs. Gamla TFM flokkunarkerfið uppfyllir ekki ISO12006, er ekki haldið úti á ensku og Norðmenn eru að undirbúa breytingu á kerfinu sem er ekki tilbúin til notkunar í dag.

 

BIM Ísland hefur nú þegar átt veffund með fulltrúum Molio sem virðast hafa mikinn samstarfsvilja gagnvart þessu skrefi. Stefnt er á annan veffund í desember og vinnustofu í janúar.

 

Á næstu vikum má búast við frétt á heimasíðu BIM Íslands þar sem ákvörðunin verður kynnt.

Hér er hlekkur frá Molio um CCS

Fyrsti BIM dagurinn var haldinn 31. Október s.l. þar sem aðilar úr byggingariðnaðinum komu saman og hlustaðu á fjölbreytt erindi um möguleika BIM og upplýsingatækni á öllum stigum í framkvæmdum.

Marzia Bolpagni, Senior BIM advisor hjá MACE í London fræddi okkur m.a. um upplýsingakröfur í BIM verkefnum, þar sem hún lagði áherslu á mikilvægi þess að skilgreina virði og notkun BIM fyrir hvert verkefni ásamt því að fjalla um hvernig BIM hefur áhrif á lagalegt umhverfi. Að lokum fjallaði hún um nákvæmni- og þróunarstig BIM líkana og hvernig er hægt að staðfesta að þeim hafi verið náð.

Marzia Bolpagni

Marzia Bolpagni

Næstur á svið var Christian Østen, VDC Group manager hjá Aarsleff í Aarhus. Hans fyrirlestur fjallaði um samvinnuverkefni á milli Aarsleff, Arkitema og Cowi, en þessi fyrirtæki hafa rýnt í sína samvinnuferla í samkeppnisverkefnum til að geta nýtt sér upplýsingar í BIM líkönum til að betrumbæta og hagnýta samkeppnisferlið sín á milli.

Christian Østen

Christian Østen

Byggingaflokkunarkerfi voru kynnt af Thomas Holm og hvernig þeim er beitt í verkefnum. Thomas er byggingafræðingur og vinnur sem BIM ráðgjafi hjá Ajoursystems í Danmörku. Hann fór yfir tegundir byggingaflokkunarkerfa og hver ávinningurinn af notkun þeirra er t.d. í gerð kostnaðaráætlana, magntöku og rýni á hönnunargögnum.

Thomas Holm

Thomas Holm

Katrín Jóhannesdóttir vinnur sem Senior advisor hjá Skanska í Noregi og sagði frá stærsta samgönguverkefni í Noregi. Í þessu verkefni fóru öll samskipti fram í skýjalausn og voru engar teikningar gefnar út, aðeins líkön. Hún fór yfir ávinninga og hindranir í innleiðingarferlinu.

Katrín og Hjörtur

Katrín Jóhannesdóttir

Síðasti fyrirlesarinn var Michael Hoffmann Erichsen, framkvæmdastjóri Optimise, en Optimise sérhæfir síg í BIM ráðgjöf til verkkaupa og verktaka sem vilja tryggja að þeir fái sem mest út úr hinu stafræna samstarfi. Hann kom inn á mikilvægi þess að samningar hafi ákvæði um stafræn samskipti (ICT) og að samstarfið sjálft er mikilvægast, tæknin gerir okkur það bara kleift að vinna betur og nánar saman.

Michael Hoffmann Erichsen

Michael Hoffmann Erichsen

Að loknum fyrirlestrum var gestum boðið upp á léttar veitingar og voru fyrirtæki með kynningar á sínum vörum.

Óhætt er að segja að dagurinn heppnaðist vel í alla staði og var uppselt á viðburðinn.

Hlökkum til að sjá alla að ári liðnu.
Stjórn BIM Íslands.

FacebookDeila

Örráðstefna á vegum BIM Ísland verður haldinn 19. september í húsakynnum Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík frá kl. 9:00-11:00.

Að þessu sinni verður þemaið BIM og Verktakar.

Dagskrá:
Innslag frá BIM Ísland
Ístak með erindi um reynslu sína af BIM
ÍAV með erindi um reynslu sína af BIM

Hlökkum til að sjá ykkur!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

Fimmtudaginn, 13. júní verður næsta örráðstefna BIM Ísland. Þemað að þessu sinni er BIM og arkitektar.

BIM Ísland hefur fengið nokkra góða aðila frá arkitektastofum til að koma og segja frá reynslu sinni af BIM verkefnum.

 

Dags. 13. júní 2019

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Stofa: M105

Tími: 15:30-18:00

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

BIM Ísland hefur boðið Peter Bo Olsen, yfirmann tæknimála hjá verktakanum MT Højgaard í Danmörku, til Íslands að kynna nýjan íslenskan staðal sem tók gildi 25. janúar 2019. Staðallinn ÍST EN ISO 19650 fjallar um stjórnun upplýsinga yfir líftíma mannvirkis.

Peter Bo Olsen hefur tekið virkann þátt í þróun þessa staðals. Hann mun kynna stöðu á innleiðingu BIM í MT Højgaard og svo ÍST EN ISO 19650 staðalinn og hvernig hann mun setja mark sitt á mannvirkjageirann í framtíðinni.

Kynningin er opin öllum að kostnaðarlausu.
Kynningin fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M104, 23. maí frá kl. 13-16

Hér er linkur á Facebook skráningu.

Annar aðalfundur BIM Ísland var haldinn þann 29. Apríl 2019.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, þar sem meðal annars var kosið um lagabreytingu á aðildargjöldum, kosið í stjórn félagsins sem og skoðunarmenn næsta árs. Sjá nánar í fundargerð sem kemur á vefinn innan skamms. Að dagskrá lokinni voru áherlslur og dagskrá næsta starfsárs kynntar. Að lokum var Ástríður Elín Ásgeirsdóttir, þróunarstjóri VDC frá Per Aarsleff, með kynningu á innleiðingu VDC í Aarsleff.

 

 

Drög að félagslögum fyrir BIM Ísland

Eftirfarandi eru drög að félagslögum BIM Íslands

 

Félagslög fyrir BIM Ísland

Lögð til samþykktar á stofnfundi þann 23. maí 2018

 

HEITI OG AÐSETUR
1. gr.
Félagið heitir BIM Ísland.
Aðsetur félagsins er Reykjavík

TILGANGUR OG MARKMIÐ

2. gr.

Tilgangur félagsins er að vera leiðandi samráðsvettvangur í þróun, innleiðingu og stöðlun á BIM á líftíma mannvirkja.
Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM til aukinna gæða mannvirkja og hagræðingar á líftíma þeirra.

AÐILD 
3. gr.

Starfandi íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta orðið aðilar. Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert.

Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er annars vegar almennt aðildargjald og hins vegar styrktaraðild sem er að lágmarki tvöfalt árgjald. Styrktaraðilar eru sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni.

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert.

AÐALFUNDUR
4
. gr. 

Æðsta vald í málefnum félagsins hefur aðalfundur.

Aðalfund félagsins skal halda fyrir 1. maí ár hvert og boðar stjórn félagsins til hans með minnst 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Aðilar skulu skipa einn aðalfundarfulltrúa hver, sem hefur umboð til fullnaðarafgreiðslu þeirra mála sem fyrir aðalfund liggja, enda hafi þeirra verið getið samkvæmt boðaðri dagskrá aðalfundar
Aðilar sem hafa staðið skil á greiðslum félagsgjalda við upphaf aðalfundar hafa heimild til að tilnefna aðalfundarfulltrúa.
Aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri.  Einnig skal kosinn ritari fundarins.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalds

Kosning stjórnarog skoðunarmanna

Önnur mál

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Auka aðalfund skal halda ef aðilar með 2/3 skráðs atkvæðamagns óska þess. Einnig ef tveir stjórnarmenn krefjast þess eða framkvæmdarstjóri.

STJÓRN
6.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 9 aðilum, formanni og átta meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til 1 árs í senn.  Stjórnin kýs varaformann úr sínum hópi og skiptir með sér verkum. Forfallist formaður á kjörtímabilinu, skal varaformaður taka sæti hans.

Í hverri stjórn skulu sitja minnst 4 stjórnarmeðlimir fráfarandi stjórnar. Kosning skal vera skrifleg ef um mótframboð er að ræða. Falli atkvæði á jöfnu, skal varpa hlutkesti. Aðeins fulltrúar þeirra aðildarfélaga sem tilnefndir hafa verið eru kjörgengnir til stjórnar félagsins á aðalfundi.

Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda og skal sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskrift meirihluta stjórnar skuldbindur félagið. Stjórn félagsins veitir

prókúruumboð fyrir félagið.

STJÓRNARFUNDIR


7. gr.
Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda.  Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar.  Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar. 

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund.  Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla um málið, sé þess nokkur kostur.  Stjórnarmenn hafa jafnt atkvæðavægi á stjórnarfundi. Halda skal fundargerð um það sem gerist á stjórnarfundum.

STARFSMENN
8. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að ráða starfsmenn félagsins telji hún þess þörf.  Stjórn setur starfsmönnum starfsreglur og ákveður starfskjör hans. Starfsmenn skulu ekki sitja í stjórn félagsins. Stjórn félagsins segir starfsmönnum upp störfum.

VERKEFNI
9. gr.

Stjórn hefur heimild til að leita til sérfræðinga við úrlausn ákveðinna verkefna.

SKOÐUNARMENN REIKNINGA
10. gr.

Á aðalfundi  félagsins skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga til að endurskoða reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja fyrir aðalfund. Skoðunarmenn má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins.

REIKNINGSÁRIÐ
11. gr.
Starfsár og reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreiknings og lagt hann fyrir skoðunarmenn eigi síðar en 31. mars ár hvert

TEKJUR OG HAGNAÐUR


12. gr.
Aðildarfélög gera ekki arðsemiskröfu til félagsins. Verði hagnaður af rekstri félagsins skal honum varið til þeirra verkefna er greinir í 2. gr. samþykkta félagsins.  Hagnað og tap má flytja milli ára.
Tekjur félagsins skulu samanstanda af:

Árlegum félagsgjöldum aðildarfélaga,

Ýmsum öðrum framlögum og styrkjum.

LAGABREYTINGAR OG GILDISTAKA


13. gr.
Breytingar á lögum félagsins skulu bornar upp til samþykktar á löglega boðuðum aðalfundi og samþykkja með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur að lagabreytingum skulu liggja fyrir og kynntar aðilum a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund eða aukaaðalfund.

14. gr.
Félaginu verður því  aðeins slitið, að félagsslitin séu samþykkt á sama hátt og gildir um lagabreytingar.
Við slit og skipti félagsins skal verja eignum félagsins til hliðstæðra verkefna og tilgreind eru í 2. gr. eftir nánari ákvörðun aðalfundar.

15. gr.
Lög þessi öðlast gildi frá og með maí 2018.
Samþykkt á stofnfundi félagsins í Kópavogi 23. maí 2018.

Undirritanir allra stjórnarmeðlima, nöfn og kennitölur

BIM Ísland hefur verið starfandi hagsmunafélag opinberra fyrirtækja og stofnanna frá árinu 2008, með því markmiði að styðja við innleiðingu á BIM í opinberum framkvæmdum.

Síðastliðið vor var haldinn stefnumótunarfundur BIM Íslands þar sem aðilar frá flestum fagsviðum og hagaðilahópum byggingariðnaðarins á Íslandi tóku þátt í að móta stefnu BIM Íslands, skilgreina tilgang félagsins og markmið.

Niðurstöður fundarins leiddu í ljós skýra þörf fyrir samráðsvettvang innan byggingariðnaðarins með því markmiði að miðla þekkingu um BIM, samræma staðla, ferla og kröfur, ásamt því að aðstoða og fræða fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á BIM.

Því stendur nú til að breyta aðildarformi félagsins og stefna að því að BIM Ísland verði vettvangur fyrir alla hagaðila í íslenskum byggingariðnaði til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og auka þekkingu og færni iðnaðarins á þessum vettvangi.

Að þessu sögðu vill stjórn BIM Íslands bjóða þínu fyrirtæki/stofnun á aðalfund fyrir hið breytta félag þann 23. maí næstkomandi frá kl. 15:00-18:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Mannvits að Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi.

 

Dagskrá aðalfundar: 
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Hvað er BIM Ísland?
• Fyrirlestur frá Jóhanni Erni Guðmundssyni
• Lög félagsins kynnt
• Ákvörðun félagsgjalds
• Kosning stjórnar og skoðunarmanna
• Önnur mál

Vinsamlegast staðfestið þátttöku á meðfylgjandi skráningarformi

Skráningarform

F.h. stjórnar BIM Ísland,

 

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, stjórnarformaður BIM Ísland (inga@bim.is / ingibjorgk@istak.is)

Haraldur Arnórsson, framkvæmdastjóri BIM Ísland (halli@bim.is / hara@mth.dk)

 

bimstefnumotunMarkmið vinnustofunnar er að ná yfirsýn yfir þarfir byggingageirans og móta framtíðarsýn BIM Íslands til þriggja ára, skilgreina tilgang og fyrirkomulag samstarfs.
Til að raungera framtíðarsýn verða svo markmið og verkefni samtakanna skilgreind.
Fundurinn er haldinn í fundarsalnum Vindheimum á 7. hæð í Borgartúni 12-14.
Munið að skrá ykkur á bim@bim.is