BIM Ísland mælir með notkun á leiðbeiningum fyrir IFC verklag frá Molio.
Áhugavert væri ef markaðurinn kæmi sér saman um samræmdar almennar stillingar fyrir BIM verkefni á Íslandi. T.d. eitthvað sem hefur reynst vel í verkefnum sem eru í vinnslu. Hægt er að senda tillögur á bim@bim.is.
Í upphafi nýs starfsárs sendi BIM Ísland út markaðskönnun með spurningum um ýmsa þætti í starfsemi félagsins. Þátttaka var mjög góð en 51 skiluðu inn svari.
Í ljós kom að mikill áhugi er fyrir áframhaldandi fjar-örráðstefnur á því formi sem nýtt hefur verið undanfarið en margir óskuðu einnig eftir því að hafa upptöku aðgengilega eftir viðburðinn ef tímasetning hentar ekki. Reynt verður að leita leiða til að verða við þessu í framhaldi.
Þrátt fyrir að niðurstaðan sýni áhuga fyrir fjar-örráðstefnum kom einnig í ljós að mikill áhugi er fyrir því að hittast á BIM degi. Stjórn félagsins hefur nú þegar hafið undirbúning BIM dags og verða nánari upplýsingar sendar út síðar.
Flestir fá upplýsingar um starfsemina af Facebook og vilja halda áfram að fá upplýsingar þaðan. Auk þess kom fram að fleiri vilja fá upplýsingar í tölvupósti. Lesa má úr niðurstöðum að bæta þurfi innihald á heimasíðu BIM Ísland en þess má geta að nú stendur yfir uppfærsla á heimasíðu sem verður vonandi aðgengileg í byrjun næsta árs.
Annað sem kom fram í opnum athugasemdum var að bæta mætti aðgengi almennt að verkfærum, kennsluefni og námskeiðum og að fjalla mætti meira um BIM í rekstri. Stjórn mun taka þetta til greina í starfseminni.
Niðurstöður má sjá hér að neðan
Í dag byggja reglur við magntöku á íslenskum markaði oftast á gömlum óskrifuðum hefðum. Þessar hefðir styðja ekki endilega við notkun þríviðra líkana sem getur skapað vandamál og misskilning á milli hönnuða, verktaka og verkkaupa.
Haldin var vinnustofa þar sem magntökureglur Molio voru kynntar og samtal við hagaðila markaðarins fór fram. Almennt fannst þátttakendum mikil þörf á samræmdum vinnubrögðum þegar kemur að magntöku og notkun líkana.
Stjórn BIM Ísland mælir með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi. Það er okkar trú að samþætt notkun á flokkunarkerfi og magntökureglum sem styðja við líkön geti stuðlað að hagræði fyrir alla virðiskeðju byggingaframkvæmda.
Sjá má tilvísanir í skjölin og upptöku af vinnustofunni hér.